Menntamálaráðherra heimsækir Mosfellsbæ á Degi íslenskrar tungu.

16/11/2015

Á degi íslenskrar tungu mun Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra heimsækja helstu stofnanir Mosfellsbæjar og fagna deginum með bæjarbúum. 

Ár hvert er dagur íslenskrar tungu haldin hátíðlegur á fæðingardegi Jónasar Hallgrímssona 16. nóvember. Skólar bæjarins halda daginn hátíðlegan og minnast Jónasar um leið og lögð er áhersla á mikilvægi íslenskrar tungu. 

Menntamálaráðherra heimsækir FMOS, Varmárskóla og Reykjakot og tekur þátt í dagskrá tengda deginum. Dagskráin er í höndum nemenda og íslensk tunga og tungumálið okkar er að sjálfsögðu í forgrunni, í formi upplesturs, ljóðaflutnings, tónlistarflutnings og myndlistar. 

Hátíðardagskrá í Bókasafni Mosfellsbæjar

Að lokinni dagskrá kl. 16:00 verður vegleg hátíðardagskrá haldin í Bókasafni Mosfellsbæjar en þar mun ráðherra veita verðlaun Jónasar Hallgrímssonar og viðurkenningar fyrir störf í þágu íslenskunnar við sérstaka athöfn. Börn úr Listaskóla Mosfellsbæjar syngja fyrir gesti.

Allir er velkomnir

Veitingar í boði mennta- og menningarmálaráðuneytis

TENGLAR
Viðburður á Facebook
Heimasíða Dags íslenskrar tungu

Til baka

Myndir með frétt