Alþjóða klósettdagurinn

19/11/2015
Það er eðlilegt að glotta út í annað yfir Alþjóða klósettdeginum. Vissir þú samt að 2,4 milljarðar jarðarbúa mega sætta sig við ömurlegar aðstæður til að örna sér og að einn milljarður bræðra okkar og systra hefur hreint ekkert klósett.

Í dag er alþjóðlegi klósettdagurinn. Þema dagsins í ár er hið gríðarlega vandamál á heimsvísu, sem er skortur á fullnægjandi aðgengi að salernisaðstöðu. Í dag hafa 2,4 milljarðar manna ekki fullnægjandi aðgang og hjá 1 milljarð er varla nokkur aðstaða til staðar og vandamálið sérstaklega ákallandi. Frekari upplýsingar um daginn í ár, og hvað við getum gert til að taka þátt, má finna á heimasíðu Sameinuðu þjóðanna, en það eru undirsamtök þeirra UN Water sem bera ábyrgð á alþjóðlegri skipulagningu dagsins.
  

Hér á Íslandi er ástandið auðvitað allt annað og mun betra, en hjá Samorku er dagurinn notaður til að vekja athygli almennings á mikilvægi þess að fara vel með fráveitukerfin okkar, og sérlega passa hvað er látið í klósettið. Við þekkjum öll áhrifin á kerfin okkar, hvort sem um er að ræða blautþurrkur, eyrnapinna eða aðrar óæskilegar vörur, sem eiga heima í ruslinu. 

Við vekjum athygli á góðri umfjöllun um málið á vef Orkuveitu Reykjavíkur.


Til baka