Forsvarsmenn lögreglunnar á fund í Mosfellsbæ

23/11/2015
Ár hvert koma forsvarsmenn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, í fullum skrúða eins og vera ber, á fund í Mosfellsbæ. Þar er farið er yfir tölfræðiupplýsingar um þá þjónustu sem lögreglan veitir í sveitarfélaginu. Meðal annars má þar finna fjölda tilkynntra innbrota, eignaspjalla og ofbeldisbrota ásamt samanburði á tíðni þeirra á höfuðborgarsvæðinu í heild sinni. Í stuttu máli þá fækkar innbrotum og eignarspjöllum í Mosfellsbæ á milli ára. Hins vegar fjölgar tilkynningum um heimilisofbeldi á milli ára.

Einnig er farið yfir svokallaða þolendakönnun en þar má finna upplýsingar um upplifun íbúa á þjónustunni. Íbúar í Mosfellsbæ upplifa sig öruggari en meðaltalið á höfuðborgarsvæðinu segir til um en 94% íbúa hér í bæ telja sig örugga í sínu hverfi. 33% íbúa í Mosfellsbæ leituðu eftir þjónustu eða aðstoð lögreglu með einhverjum hætti á árinu 2015 (könnunin er tekin í október).

Kynningu lögreglunnar má finna hér í heild sinni. 

Lögreglan leggur áherslu á að vera sýnileg í sveitarfélaginu og bendir íbúum á nokkrar leiðir til að hafa samband við sig. Þar á meðal eru símanúmerin 112 og 444 1000 ásamt að senda ábendingar á netfangið abending[hjá]lrh.is,  Facebook síða lögreglunnar eða á vef lögreglunnar

Til baka