Leiksvæði í Krikahverfi.

23/11/2015

Framkvæmdum á nýju náttúruleiksvæði í Krikahverfi er nú lokið. Svæðið er fallegt og leikvænlegt með tækjum sem falla vel að umhverfinu auk þess sem fallegt útsýni er af leiksvæðinu. Hægt er að ganga að svæðinu á náttúrustíg frá Litlakrika á milli húsanna númer 36 og 34. Leiksvæðið samanstendur af stultum, hengibrú og neti sem hægt er að ærslast í. Skemmtilegt náttúruleiksvæði sem allir fjölskyldumeðlimir geta haft gaman að.

Til baka

Myndir með frétt