Leiksvæði við Víðiteig

26/11/2015
Hafnar eru breytingar og endurnýjun á leiksvæði við Víðiteig. Verkefninu er skipt niður í þrjá áfanga.
Í þessum fyrsta áfanga verður gróður á svæðinu fjarlægður. Annar áfangi verkefnisins felst í því að drena svæðið ásamt því að fjarlægja ónýtan stíg innan svæðisins. Þriðji og síðasti áfangi verður með vorinu og fellst hann í uppbyggingu á svæðinu með nýjum leiktækjum og gróðri. Samkvæmt skipulagi er þetta svæði skipulagt sem opið leiksvæði og er áætlun um að halda því sem slíku.
Til baka