ALMENNAR OG SÉRSTAKAR HÚSALEIGUBÆTUR

31/12/2015
Athygli er vakin á að samkvæmt lögum um húsaleigubætur nr. 138/1997 skal endurnýja umsókn um húsaleigubætur árlega í upphafi árs og gildir umsóknin til ársloka eða jafnlengi og gildistími húsaleigusamnings.

Samkvæmt reglum Mosfellsbæjar um sérstakar húsaleigubætur skal endurnýja umsóknir um sérstakar húsaleigubætur samhliða almennum húsaleigubótum, gildir umsókn aldrei lengur en sex mánuði og eða jafnlengi og gildistími húsaleigusamnings.
Reglur vegna sérstakra húsaleigubóta er hægt að nálgast hér.

Umsækjendur um almennar og sérstakar húsaleigubætur í Mosfellsbæ eru minntir á að skila umsókn og fylgiskjölum fyrir árið 2016 á www.mos.is/íbúagátt eða í þjónustuver Mosfellsbæjar, Þverholti 2 í síðasta lagi 16. janúar 2016.

Húsnæðisfulltrúi Mosfellsbæjar
Til baka