Kærleiksvika hefst á sunnudaginn 14. febrúar

08/02/2016

Kærleiksvika verður haldin í sjötta sinn í Mosfellsbæ vikuna 14.- 21. febrúar.

Eins og áður er kærleikurinn ofar öllu.

Markmið vikunnar er að hver einasti bæjarbúi finni fyrir kærleik í sinn garð og gefi öðrum kærleik. Þetta gæti falist í hrósi, faðmlagi, brosi, fallegum skilaboðum eða einhverju öðru uppbyggilegu og skemmtilegu.

Dagskráin er birt á www.kaerleikssetrið.is og á facebook hóp kærleiksvikunnar en einnig hér á heimasíðu Mosfellsbæjar

 

Kærleiksvikan í Mosfellsbæ 14.- 21. febrúar 2016

 

 


Sunnudagur 14. febrúar 

Spákaffi á Kaffihúsinu Álafossi kl. 15:00 – 17:00 (þú færð 15 mín spá á vægu verði)

Kærleikssetrið: Heilun og markþjálfun kl. 13:00 - 17:00.

 Mánudagur 15. febrúar 

Nemendur úr Lágafells og Varmárskóla setja kærleiksrík skilaboð á innkaupakerrurnar í Krónunni og Bónus.

Kærleikssetrið: Miðlun og fleira kl. 13:00 - 17:00.

 Þriðjudagur 16. febrúar 

Kærleikssetrið: Létt herðanudd kl.15:30 -18:00 og fleira frá kl. 13:00.

 Miðvikudagur 17. febrúar

Hátíðar stund í Kjarnanum við bókasafnið kl 16:30.  Við heiðrum Skógræktarfélag Mosfellsbæjar fyrir öll þeirra verk í þágu okkar, með gjöf frá Ásgarði.

Nemendur úr 10. bekk Lágafellsskóla syngja fyrir okkur.

Kærleikssetrið: Stjörnuheilun kl.13:00 -17:00.  Hugleiðsla kl.19:30 - 21:00.

 Fimmtudagur 18. febrúar 

Heilunarguðþjónusta í Lágafellskirkju kl. 20:00. Söngur,bæn, handayfirlagning og smurning. Sr. Ragnheiður Jónsdóttir.

Kærleikssetrið: Létt herðanudd kl. 13:00 - 18:00. Tarrot spá kl.15:30 - 18:00

 Föstudagur 19. febrúar 

Kærleikssetrið: Talna og stjörnuspeki kl.13:00 - 18:00.

 Laugardagur 20. febrúar

Kærleikssetrið: Spila og árulestur kl.13:00 - 17:00. Skyggnilýsing kl.14:00 - 15:00.

 Sunnudagur 21. febrúar  

Spákaffi á Kaffihúsinu Álafossi kl. 15:00 – 17:00 (þú færð 15 mín spá á vægu verði)

Kærleikssetrið : Indverskt triggerpunktanudd kl. 13:00 - 17:00.

Til baka