Vatnafarsrannsókn í Mosfellsdal.

22/02/2016
Mosfellsbær hefur fengið verkfræðistofuna Vatnaskil til að annast vatnafarsrannsókn í Mosfellsdal.
Í tengslum við rannsóknina er nauðsynlegt að bora rannsóknarholur á Mosfellsheiði og efst í Mosfellsdal, til mælinga á grunnvatnshæð.

Boraðar verða alls 5 holur eins og sýnt er á teikningu sem fylgir þessari frétt.

Holurnar verða 5“ víðar og áætlað meðaldýpi þeirra um 60 m.
Fyrirtækið Vatnsborun ehf. mun annast boranir en eftirlit með borun verður í höndum Mannvits, verkfræðistofu.

Bormönnum fylgja tveir trukkar og vinnubíll.
Borað verður með þrýstilofti og mun svarf úr holu safnast við hlið hverrar holu og nokkurt magn grunnvatns koma upp með svarfi við lok borunar á hverjum stað.
Vatn sem kemur upp við borun mun leita aftur til grunnvatns.

Að lokinni borun verður landið jafnað og frágengið og fært sem næst upprunalegu horfi svo sjónræn áhrif af borun verði hverfandi lítil til framtíðar litið.

Áætlað er að verkið taki um tvær vikur og hefst flutningur á búnaði þann 19.2.

Til baka

Myndir með frétt