Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ í Mosfellsbæ

01/06/2016

Kvennahlaupið verður haldið í 27. sinn í ár hinn 4. júní. Að venju verður hlaupið um allt land og víða um heim. Árið 2007 tóku um 16.000 konur þátt og hefur stöðugt fjölgað þeim þátttakendum, en hlaupið er alla jafna einn stærsti almenningsíþróttaviðburður á hverju ári. Fyrsta kvennahlaupið í Mosfellsbæ var haldið árið 1997 og stöðugt bætist í hópinn með hverju árinu sem líður. Á stór-höfuðborgarsvæðinu verður hlaupið á þremur stöðum. Í Garðabæ, Mosfellsbæ og í Viðey. Nánari upplýsingar um hlaupið er hægt að fá á heimasíðu Sjóvá

Kvennahlaup/ganga frá Eirhömrum
Líkt og undanfarin ár verður farið í Kvennahlaup frá Eirhömrum fimmtudaginn 2. júní klukkan 14.00. 

Hlaupið verður frá Íþróttamiðstöðinni við Varmá klukkan 11.00 laugardaginn 4. júní. 

Forsala bola er í Lágafellslaug en einnig verður sala á bolum að Varmá á hlaupadaginn sjálfan. Bolir eru einnig seldir í Bónus/Kjarna í Mosfellsbæ dagana fyrir hlaupið. 

Þátttökugjaldið er óbreytt frá því í fyrra. 1.000 kr. fyrir 12 ára og yngri og 2.000 kr. fyrir 13 ára og eldri. 

Kort af hlaupaleið :  Kvennahlaup í Mosfellsbæ (.pdf 425 kb)

Kvennahlaupið á facebook

Til baka