Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hafin

06/06/2016

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna forsetakosninganna sem verða 25. júní er hafin, átta vikum fyrir kjördag. Fyrst um sinn verður atkvæðagreiðsla hjá sýslumönnum um land allt á skrifstofum eða útibúum þeirra á auglýstum afgreiðslutíma. Á höfuðborgarsvæðinu verður kosið á virkum dögum milli 8:30 og 15:00 í Skógarhlíð og Bæjarhrauni. Um helgar milli 12 og 14 í Skógarhlíð 6. 

Frá og með 9. júní verður atkvæðagreiðslan í Perlunni í Öskjuhlíð. Upplýsingar um hvenær er opið hjá sýslumönnum má finna á vef þeirra

Kjör forseta Íslands 25. júní 2016
Kjörtímabil forseta Íslands rennur út 31. júlí 2016. Í samræmi við lög skal forsetakjör fyrir næsta fjögurra ára tímabil fara fram laugardaginn 25. júní 2016. Hér á vef Innanríksiráðuneytisins má m.a. finna leiðbeiningar fyrir kjósendur um framkvæmd kosninganna, helstu dagsetningar, kosningarétt og fleira.
 


Kjósanda er heimilt að greiða atkvæði utan kjörfundar frá og með 30. apríl 2016 til kjördags 25. júní 2016.

Kjósanda er heimilt að greiða atkvæði utan kjörfundar frá og með 30. apríl 2016 til kjördags 25. júní 2016.

 • Erlendis, á skrifstofu sendiráðs eða fastanefndar hjá alþjóðastofnun, í sendiræðisskrifstofu eða í skrifstofu kjörræðismanns samkvæmt nánari ákvörðun utanríkisráðuneytisins. Utanríkisráðuneytið getur þó ákveðið að atkvæðagreiðsla utan kjörfundar fari fram á öðrum stöðum erlendis. Utanríkisráðuneytið annast afgreiðslu kjörgagna til kjörstjóra erlendis og auglýsir hvar og hvenær atkvæðagreiðsla geti farið fram. Vefur utanríkisráðuneytis

 • Á sjúkrahúsum, dvalarheimilum aldraðra, stofnunum fyrir fatlað fólk og í fangelsum. Kjósanda, sem er til meðferðar á sjúkrahúsi eða vistmaður þar, eða er heimilsmaður á dvalarheimili aldraðra eða stofnun fyrir fatlað fólk, er heimilt að greiða atkvæði á stofnuninni. Hið sama gildir um fangelsi og vistmenn þeirra. Slík atkvæðagreiðsla skal fara fram á þeim tíma sem kjörstjóri ákveður, á sjúkrahúsi sem næst kjördegi, að höfðu samráði við stjórn stofnunar. Hún má þó ekki fara fram fyrr en í fyrsta lagi þremur vikum fyrir kjördag, laugardaginn 4. júní 2016. Leiðbeiningar um framkvæmd utankjörfundaratkvæðagreiðslu sjúkra o.fl. 

 • Í heimahúsi. Kjósanda, sem ekki getur sótt kjörfund á kjördegi vegna sjúkdóms, fötlunar eða barnsburðar, er heimilt að greiða atkvæði í heimahúsi nema hann eigi kost á að greiða atkvæði á stofnun, samanber framangreint. Ósk um að greiða atkvæði í heimahúsi skal vera skrifleg og studd vottorði lögráða manns um hagi kjósandans. Slík atkvæðagreiðsla má þó ekki fara fram fyrr en í fyrsta lagi þremur vikum fyrir kjördag, laugardaginn 4. júní 2016, en ósk um atkvæðagreiðslu í heimahúsi verður að bera fram við hlutaðeigandi kjörstjóra eigi síðar en fjórum dögum fyrir kjördag, þriðjudaginn 21. júní 2016, fyrir klukkan 16. 

Nánar um atkvæðagreiðslu utan kjörfundar á kosningarvef Innanríkisráðuneytisins

 


 

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar á hjúkrunarheimilum og sjúkrahúsum á höfuðborgarsvæðinu

Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hefur sent frá sér fréttatilkynningu um atkvæðagreiðslu utan kjörfundar á hjúkrunarheimilum og sjúkrahúsum vegna forsetakjörs 25. júní næstkomandi. Í tilkynningunni kemur fram hvenær og hvar hægt verður að kjósa. Má finna það sem hér segir

MOSFELLSBÆR:
 • Hlaðgerðarkot, Mosfellsbæ - Fimmtudaginn 9. júní, kl. 15:30-17:30.
 • Hjúkrunarheimilið Hamrar, Mosfellsbæ - Miðvikudaginn 15. júní, kl. 15:00-16:00.

 


Kosningavefur Innanríkisráðuneytisins

Kjör forseta Íslands 25. júní 2016

Kosningavefur Innanríkisráðuneytisins

Helstu dagsetningar í aðdraganda forsetakosninganna 25. júní 2016

  11. mars  Auglýsing forsætisráðuneytis um framboð og kjör forseta Íslands.

  30. apríl  Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar má hefjast innan lands og utan. 

  1. – 10. maí  Yfirkjörstjórnir auglýsa hvar og hvenær þær taka við meðmælendalistum til staðfestingar á kosningabærni meðmælenda, sbr. 4. gr. laga um framboð og kjör forseta Íslands.
 
  20. maí   Framboðsfrestur rennur út um miðnætti. Framboðum skal skilað til innanríkisráðuneytisins ásamt samþykki forsetaefnis, nægilegri tölu meðmælenda og vottorðum yfirkjörstjórna um að meðmælendur séu kosningabærir. 

  27. maí  Innanríkisráðuneytið auglýsir í útvarpi og Lögbirtingablaði hverjir verða í kjöri eigi síðar en þennan dag eftir að hafa afhent Hæstarétti Íslands öll fram komin framboðsgögn. 

  4. júní  Atkvæðagreiðsla má hefjast í sjúkrahúsum, fangelsum, á dvalarheimilum aldraðra og fatlaðs fólks og í heimahúsum fyrir kjósendur vegna sjúkdóma, fötlunar og barnsburðar. Kjörstjórar á hverjum stað auglýsa sérstaklega hvar og hvenær atkvæðagreiðsla fer fram. 

  4. júní  Viðmiðunardagur kjörskrár. Kjósendur eru á kjörskrá í því sveitarfélagi þar sem þeir eiga skráð lögheimili þremur vikum fyrir kjördag, 4. júní. Flutningur lögheimilis eftir þann tíma breytir ekki skráningu á kjörskrá.
 
  13. júní  Innanríkisráðuneytið auglýsir, eigi síðar en þennan dag, framlagningu kjörskráa í Ríkisútvarpi og dagblöðum.  

  15. júní  Sveitarstjórnir skulu leggja kjörskrár fram almenningi til sýnis á skrifstofu sinni eða á öðrum hentugum stað eigi síðar en þennan dag. Kjörskrá skal liggja frammi á almennum skrifstofutíma til kjördags.* 

  25. júní  Kjördagur** 
     
 * Kjörskrár skulu liggja frammi á almennum skrifstofutíma til kjördags. Sveitarstjórnir taka við athugasemdum við kjörskrár og gera má leiðréttingar á þeim fram á kjördag.

** Kjörfundur hefst á tímabilinu kl. 9 árdegis til kl. 12 á hádegi og skal slitið eigi síðar en kl. 22.
 


Táknmálsfréttir - forsetakosningar 25. júní 2016

Táknmál - atkvæðagreiðsla utan kjörfundar við forsetakjör 2016
AUÐLESIÐ EFNI
Forsetakosningar fara fram laugardaginn 25. júní næst-komandi.

 • Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar
 • Ef þú býrð í útlöndum þarftu að fara til sendiráðs eða til ræðismanns.
 • Þeir sem eru á sjúkrahúsi, elliheimili eða búa í þjónustu-úrræði fyrir fatlað fólk mega kjósa þar. Kjörstjórn ákveður hvenær má kjósa.
 • Kosið heima
 • Hvernig fer kosning fram utan kjörfundar?
 • Kjósandi þarf aðstoð við atkvæða-greiðslu utan kjörfundar
 • Fyrirgerir atkvæðagreiðsla utan kjörfundar rétti þínum til að greiða atkvæði á kjördag?
Til baka

Myndir með frétt