Framkvæmdir við vatnsveitulögn í Mosfellsdal

07/06/2016
Þessar vikurnar standa yfir framkvæmdir við lagningu vatnveitulagnar frá Ásahverfi yfir í Mosfellsdal.
Vakin er athygli á því að þeir sem fara um stíg yfir Ásana kunna að verða fyrir truflun á leið sinni á göngustígnum yfir í Mosfellsdal þar sem verktakar eru að störfum.
Vonast er til að fólk sýni framkvæmdunum þolinmæði. Áætlað er að framkvæmdum verði lokið í júlí.
Til baka