17. júní í Mosfellsbæ

16/06/2016
Þjóðhátíðardagur Íslendinga 17. júní er haldinn hátíðlegur með dagskrá í Lystigarðinum við Hlégarð fyrir gesti og gangandi. Hátíðin hefst með hátíðarguðsþjónustu í Lágafellskirkju kl. 11 og síðan hefst hátíðardagskráin kl. 13:30 á miðbæjartorgi. Skátafélagið Mosverjar og Skólahljómsveit Mosfellsbæjar leiða skrúðgöngu að Hlégarði þar sem hefðbundin hátíðardagskrá í Lystigarðinum hefst klukkan 14.00, þar verður boðið upp á fjölskyldudagskrá sem stendur fram eftir degi undir ljúfum tónum Lúðrasveitarinnar í Mosfellsbæ. Hoppukastalar, andlitsmálun, skátaleikir og þrautir. Kaffisala verður í Hlégarði, pylsusala á plani og sölutjöld. Keppt verður um titilinn "Sterkasti maður Íslands" á Hlégarðstúninu kl. 16:00.

Fólk er hvatt til að skilja bíla sína eftir heima eða gæta þess ella að leggja í merkt bílastæði, svo sem við Kjarna eða Varmá. 

Þennan dag sem aðra fánadaga eru bæjarbúar hvattir til að draga fána að húni.

Dagskráin er sem hér segir:

kl. 11:00 Hátíðarguðsþjónusta í Lágafellskirkju
Ræðumaður er Ólöf Þórðardóttir.
Sr. Arndís G. Bernhardsdóttir Linn
Organisti: Arnhildur Valgarðsdóttir
Kirkjukór Lágafellssóknar og Tindatríóið syngja.
Skátar úr Mosverjum standa heiðursvörð
Allir velkomnir


kl. 13:30 Athöfn á Miðbæjartorgi

Skólahljómsveit Mosfellsbæjar og Skátafélagið Mosverjar taka á móti fólki á Miðbæjartorginukl. 13: 45 Skrúðganga frá Miðbæjartorgi, Skátafélagið Mosverjar leiða skrúðgöngu að HlégarðiKl. 14:00 - 16:00 


kl. 14 - 16 FJÖLSKYLDUDAGSKRÁ við Hlégarð

Skátanir verða með leiktæki, hoppukastala, þrautabrautir og fleira - Ókeypis er í leiktækin í garðinum. Sölutjöld á plani. Afturelding með pylsusölu. Andlitsmálun
Hátíðarræða, setur hátíðina
Ávarp fjallkonu
Hljómsveitin VIO
Skólahljómsveit Mosfellsbæjar
Tónlistarskóli Mosfellsbæjar
Leikfélag Mosfellssveitar með atriði
Lilja Eggertsdóttir syngurásamt Hrönn Þráinsdóttur
Krakkar úr Reykjakoti
Emmsjé Gauti skemmtir


Kl. 14:00 - 18:00 Kaffisala í Hlégarði
Handknattleiksdeild Aftureldingar verður með árlega kaffisölu / hlaðborð í Hlégarði


Kl. 16:00 Sterkasti maður Íslands
Kraftlyfingarfélagið með keppni um titilinn "Sterkasti maður Íslands" á Hlégarðstúninu.
Til baka