Framkvæmdir á Vesturlandsvegi

23/06/2016
Vegagerðin hefur tilkynnt um eftirfarandi gatnaframkvæmdir í dag fimmtudag 23. Júní sem hefjast klukkan 20:00 og standa til kl. 06:00 á morgun. Stefnt er að því að malbika og fræsa Vesturlandsveg, frá hringtorgi við Skarhólabraut (Mosfellsbæ), til norðurs (upp fyrir Aðaltún). Lokað verður því fyrir umferð á akrein til norðurs. Umferð til suðurs verður óhindruð. Í beinu framhaldi verður hringtorg á Vesturlandsvegi/Reykjavegi( við N1) malbikað. Hringtorgið verður lokað meðan á framkvæmdum stendur. Umferð verður beint í gengum Mosfellsbæ.

Einnig í kvöld/nótt verður hringtorg á Vesturlandsvegi /Þingvallavegi fræst. Hringtorgið verður opið fyrir umferð en henni stýrt um torgið og umferðin ætti að geta gengið þokkalega fyrir sig.

Vegfarendur eru beðnir um að virða lokanir og hraðatakmarkanir og sýna aðgát við vinnusvæðin.

Ábyrgðamaður veghaldara er Friðrikka J. Hansen 692-6817, ábyrgðamaður verktaka er Eyþór Guðmundsson 892-5187. Umsjón merkinga er Ingvi Rafn 660-1921.
Til baka