Öryggisúrbætur við Tunguveg

23/06/2016
Þverun fyrir gangandi og hjólandi yfir Tunguveg verður útfærð á næstu dögum/vikum. Úrbæturnar fela í sér upphækkaða gönguþverun með merkingum beggja vegna þar sem ökumenn um Tunguveg eiga að hægja á sér. Gerður verður göngustígur yfir Tunguveg og reiðstíga við hliðina sem tengir saman stíg neðan Laxatungu við nýtt hjólreiðastæði sunnan Tungubakka. Úrbæturnar eiga að auka öryggi þeirra barna sem hjóla út á Tungubakka og nýja hjólreiðastæðið á að koma í veg fyrir að börnin þurfi að skilja hjólin eftir á reiðstígnum sem liggur meðfram Tungubökkum.
Til baka