Lokun Álafossvegar

24/06/2016

Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar hefur ákveðið að loka Álafossvegi varanlega við bílastæði Álafossvegar 33. Breytingin tekur gildi í júlí. Mikill meirihluti íbúa og rekstraraðila óskaði eftir breytingunni en gerð var tilraun með hana síðasta sumar. Þeir sem leið eiga um Álafosskvosina þurfa því að hafa það hugfast að ekki verður lengur mögulegt að keyra í gegnum hana. Akstur í neyðartilvikum verður leyfður s.s. akstur sjúkra- og slökkvibíla.

Til baka