Nýr skipulagsfulltrúi í Mosfellsbæ

01/07/2016
Ólafur Melsted landslagsarkitekt hefur verið ráðinn sem skipulagsfulltrúi Mosfellsbæjar frá og með 1. júlí 2016.

Ólafur hefur áður starfað sem skipulags- og umhverfisfulltrúi Hvalfjarðarsveitar, framkvæmdastjóri tækni- og umhverfissviðs Seltjarnarnesbæjar, hjá Skipulagsstofnun, VSÓ Ráðgjöf og kennt við Garðyrkjuskólann og Landbúnaðarháskólann. Ólafur hefur mastersgráðu í landslagsarkitektúr frá Þýskalandi og MBA-gráðu í viðskiptafræði frá HÍ.
Mosfellsbær vill á sama tíma þakka Finni Birgissyni skipulagsfulltrúa vel unnin störf en hann lætur af störfum 30. júní 2016 vegna aldurs.
Til baka