Undirbúningur bæjarhátíðar í fullum gangi

04/08/2016

Íbúar Mosfellsbæjar fagna haustinu með bæjarhátíð í lok ágúst ár hvert. Í túninu heima verður dagana 26. til 28. ágúst næstkomandi. Undirbúningur stendur nú yfir og eru þeir sem hafa áhuga á því að vera með viðburð eða vilja taka þátt að öðru leyti hvattir til að senda inn erindi á ituninuheima@mos.is


Tindahlaup Mosfellsbæjar fer fram á bæjarhátíðinni laugardaginn 27. ágúst. Boðið er upp á fjórar vegalengdir í þessu skemmtilega og krefjandi hlaupi. Þátttakendum fjölgar ár frá ári en skráning stendur yfir á heimasíðunni www.hlaup.is

Hægt er að fylgjast með undirbúningi bæjarhátíðarinnar og Tindahlaupsins á Facebook.

Í túninu heima
Tindahlaup Mosfellsbæjar
Til baka