Sjálfboðaliðar óskast

17/08/2016

Mosfellsbær og Björgunarsveitin Kyndill óska eftir sjálfboðaliðum í gæslu í  Tindahlaupi Mosfellsbæjar laugardaginn 28. ágúst.

Tindahlaup Mosfellsbæjar er sístækkandi íþróttaviðburður í bænum sem laðar að sér fjölmarga gesti. Skráning er í fullum gangi og hafa nú þegar skráð sig fjölmargir hlauparar bæði innlendir og erlendir.

Verkefnið er samstarfsverkefni ofangreindra aðila sem hafa lagt metnað sinn í að byggja upp viðburð sem hefur aðdráttarafl sem byggir á sérstöðu Mosfellsbæjar í hreyfingu og útivist og gefur bæði íbúum og öðrum kost á því að upplifa náttúru Mosfellsbæjar á skemmtilegan og ögrandi hátt.

Langar þig oft að leggja hönd á plóg en veist ekki hvert þú átt að snúa þér? Nú er tækifærið. Við tökum vel á móti þér og við finnum verkefni við hæfi hvers og eins. Það eru mörg handtök í undirbúningi og framkvæmd svona verkefnis.

Nánari upplýsingar um hlaupið má finna hér.

Vinsamlegast sendið nafn og símanúmer í netfangið ituninuheima@mos.is og við höfum samband.

Nánari upplýsingar gefur Hugrún Ósk í síma 868 4556

Til baka