Frítt í Strætó á Menningarnótt á höfuðborgarsvæðinu

19/08/2016
Skemmtilegt er að segja frá því að frítt verður í alla Strætisvagna á höfuðborgarsvæðinu á Menningarnótt, laugardaginn 20. ágúst, sem er heppilegt vegna þess að akstur verður ekki leyfður í miðborginni þennan dag.
Strætó ekur samkvæmt laugardagsáætlun á Menningarnótt. Ekið er samkvæmt hefðbundinni áætlun frá morgni og fram til kl. 22.30. Eftir þann tíma er leiðakerfi Strætó rofið og við tekur sérstakt leiðakerfi sem miðar að því að koma gestum Menningarnætur heim til sín eins fljótt og kostur er. Frá því kl. 7.30 og fram til kl. 1.00 ekur sérstök leið frá Kirkjusandi í gegnum Borgartún að Skólavörðuholti og til baka aftur. Fólk er hvatt til þess að nýta sér þessa þjónustu og leggja bílnum fjær hátíðarsvæðinu og taka Strætó milli staða

Áætlun Strætó eftir kl. 23:00; Heildaráætlun má nálgast á Goggle Maps og skoða í snjallsímum hvenær sem er. Sjá hér. Sjá einnig Akstursleiðir (texti), Akstursleiðir (kort).

Athugið, farin verður ein ferð upp á Kjalarnes kl. 00:30 frá Háholti í MOS, farþegar hvattir til að taka leið M að Háholti og skipta þar. 

Allar upplýsingar má nálgast á Strætó.is og í þjónustuveri Strætó í síma: 540-2700.

Nánari upplýsingar má finna strætó.is

Menningarnótt 2016 

DAGSKRÁ MENNINGARNÆTUR

Á heimasíðu Menningarnætur er hægt að kynna sér glæsilega dagskrá dagsins en þar fylla stórir og smáir viðburðir götur og torg miðborgarinnar, húsasund, garða, gallerí, verslanir, menningarstofnanir og heimahús sem svo sannarlega er vert að skoða og hvernig best er að komast í bæinn og heim aftur.

Kíktu á menningarnott.is 

Heildaráætlun á ferðum Strætó á Goggle MapsTil baka

Myndir með frétt