Umferðatafir / Framkvæmdir

22/08/2016

Búast má við umferðatöfum í dag, mánudaginn 22. ágúst þar sem unnið að viðgerð á Vesturlandsvegi sem nær frá hringtorgi við Álafossveg í Mosfellsbæ, að hringtorgi við Þingvallaveg. Þrengt verður að umferð á þeim stöðum sem viðgerðir fara fram en ekki er búist við miklum töfum af þeim völdum. Vegfarendur eru beðnir um að virða lokanir og hraðatakmarkanir og sýna aðgát við vinnusvæðin.

Vegagerðin

Til baka