Hátíðarlagið Í túninu heima

23/08/2016

Næstkomandi helgi eða helgina 26.-28. ágúst verður haldin okkar árlega bæjarhátíð, Í túninu heima. Að því tilefni kynnum við til leiks hátíðarlagið Í túninu heima sem snillingarnir Agnes Wild og Sigrún Harðar sömdu, þær stöllur sömdu lagið og fengu fjölmarga Mosfellinga til liðs við sig.

Skemmtileg upphitun fyrir bæjarhátíðina sem allir ættu að læra og taka vel undir í brekkusöng í Álafosskvos.

Dagskráin er glæsileg að vanda og þar ættu flestir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Dagskrána má sjá hér á heimasíðu Mosfellings. Hátíðin hefur fyrst og fremst verið byggð upp á framtaki íbúa bæjarins og þátttöku þeirra.

Boðið er upp á þekkta dagskrárliði eins og Ullarpartí og markaðsstemningu í Álafosskvos, flugvéla- og fornvélasýningu á Tungubökkum, kjúklingafestival, stórtónleika á Miðbæjartorgi, götugrill og Pallaball. Frítt verður í leið 15 allan laugardaginn þannig að það er tilvalið að skilja bílinn eftir heima.

Smelltu hér til að skoða dagskrá hátíðarinnar 2016 (pdf)

Við hlökkum til að sjá ykkur - Góða skemmtun!

Til baka