Umferðatafir við Þverholt/Skeiðholt

30/08/2016
Búast má við umferðatöfum í dag, þriðjudaginn 30. ágúst og á morgun, miðvikudaginn 31. ágúst þar sem unnið er að vatnsveituframkvæmdum á Þverholtinu austan hringtorgsins við Þverholt/Skeiðholt. Lokað verður fyrir umferð en hægt er að aka hjáleiðir um Háholt-Skólabraut og Háholt-Langatanga. Vegfarendur eru beðnir um að virða lokanir og hraðatakmarkanir og sýna aðgát við vinnusvæðin.
Til baka