Frítt í Strætó á Justin Bieber tónleikana á höfuðborgarsvæðinu!

07/09/2016
Allir gestir á tónleika Justin Bieber geta ferðast frítt með Strætó á höfuðborgarsvæðinu eftir kl. 14:00 fimmtudaginn 8. og föstudaginn 9. september gegn framvísun miða á tónleikana við innkomu í vagninn. Einnig munu Strætó og Kynnisferðir bjóða upp á ókeypis skutlþjónustu frá Smáralind að tónleikasvæðinu, sá akstur hefst kl. 16:00 báða dagana og verður í gangi þar til tæmingu svæðisins er lokið. Engin tímaáætlun verður á þeim vögnum en ekið verður eftir þörfum.

Strætó hættir venjulegri keyrslu samkvæmt leiðakerfi þessa daga kl. 23:30, þó aðeins mismunandi á milli leiða sjá nánar strætó.is.
Góða skemmtun.

Strætó á facebook
Heimasíða Strætó

Til baka