Endurnýjun gangstéttar í Akurholti

08/09/2016
Framkvæmdir við endurnýjun gangstéttar í Akurholti stendur nú yfir og er það gert í samræmi við áætlun Mosfellsbæjar um endurnýjun í eldri hverfum. Þar er meðal annars gert ráð fyrir viðgerðum og endurnýjun í áföngum á þeim gangstéttum sem eru illa farnar. Mikill kostnaður og rask fylgir framkvæmdum af þessu tagi og því eru tekin afmörkuð svæði/götur fyrir í einu. Íbúar og vegfarendur eru beðnir um að sýna tillitssemi á meðan framkvæmdum stendur.
Til baka

Myndir með frétt