Ný hjólaþrautabraut opnuð á miðbæjartorgi

16/09/2016
Laugardaginn 17. september mun Mosfellsbæ, í samstarfi við LexGames, opna nýja pumptrack hjólaþrautabraut á miðbæjartorgi Mosfellsbæjar í tilefni af samgönguviku í Mosfellsbæ. Um er að ræða braut sem hentar jafnt reiðhjólum, hlaupahjólum, BMX-hjólum, hjólabrettum og hjólaskautum. Hjólabrautin er hugsuð sem góð viðbót fyrir stækkandi hóp ungmenna sem stunda þessar íþróttir og hvatning til aukinnar útivistar.

Brautin verður staðsett á miðbæjartorginu fram yfir samgönguvikuna, en verður síðan flutt á varanlega stað sinn við íþróttamiðstöðina við Varmá.
Til baka