Nýjar hjólreiðamerkingar

18/09/2016
Mosfellsbær hefur tekið í notkun nýjar hjólreiðamerkingar á aðal hjólreiðastígum bæjarins. Um er að ræða sérstök hjólaskilti sem leiðbeina hjólreiðafólki tvær lykilleiðir í bænum, annars vegar í gegnum miðbæ Mosfellsbæjar með tengingu við samgöngustíginn meðfram Vesturlandsvegi til Reykjavíkur (Gul leið), og hins vegar strandleið sem tengist Reykjavík við Úlfarsá og hægt er að hjóla í kringum allt höfuðborgarsvæðið meðfram ströndinni (Blá leið). 

Þegar er búið að setja leiðarvísa á gulu leiðina í gegnum miðbæinn og til Reykjavíkur og unnið er að því að merkja strandleiðina. Merkingar lykilleiða hjólreiða er samstarfsverkefni sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og til þess ætlað að gera hjólreiðar aðgengilegri fyrir almenning og auðvelda visvænar samgöngur milli sveitarfélaganna.

Til baka

Myndir með frétt