Reiðhjólaviðgerðir á miðbæjartorginu

21/09/2016
Miðvikudaginn, 21. september verður boðið uppá fríar hjólastillingar á miðbæjartorginu frá kl. 15-17 í tilefni af Samgönguviku í Mosfellsbæ. Dr. Bæk mun þá mæta á svæðið og aðstoða við stillingar á gírum og bremsum, smyr keðjur og pumpar í dekk, ásamt því að aðstoða við minniháttar lagfæringar. Hjóleigendur eru hvattir til að koma við og fá fría ástandsskoðun.
Til baka

Myndir með frétt