Pumptrack hjólaþrautabrautin færð við Íþróttamiðstöðina að Varmá

21/10/2016

Mosfellsbær í samstarfi við LexGames, opnaði nýja pumptrack hjólaþrautabraut sem sett var upp í Samgönguviku, dagana 6.-22. september síðastliðinn á miðbæjartorginu en brautin hefur staðið þar síðan við mikinn fögnuð ungmenna á öllum aldri. Brautin hefur nú hefur verið færð á sinn varanlega stað við Íþróttamiðstöðina að Varmá.

Um er að ræða braut sem hentar jafnt reiðhjólum, hlaupahjólum, BMX-hjólum, hjólabrettum og hjólaskautum. Hjólabrautin er hugsuð sem góð viðbót fyrir stækkandi hóp ungmenna sem stunda þessar íþróttir og hvatning til aukinnar útivistar.

Sjá frétt frá viðburðum í Samgönguviku á heimasíðu Mosfellsbæjar

Til baka