Sorphirða um hátíðarnar

21/12/2016
Yfir jól og áramót fellur oft til meira sorp frá heimilum en á öðrum tíma ársins. Það getur því verið ágætt að vita hvenær tunnurnar eru tæmdar. En það verður sem hér segir: Bláa tunnan verður tæmd í Mosfellsbæ dagana 21. og 22. desember. Almennt sorp verður hreinsað á þorláksmessu og aðfangadag. Eftir áramót verður almenna sorpið svo hirt dagana 2. og 3. janúar og bláa tunnan 5. og 6. janúar. Þess má geta að jólapappír má fara í bláu tunnuna. 

 

Við þetta má bæta að búið er að birta sorphirðudagatal blá- og grátunnu fyrir árið 2017. Sorphirðuverktaki tæmir tunnurnar á tveimur virkum dögum og er því miðað við að sorphirðu eigi að vera lokið síðari daginn. Ábendingum um sorphirðu má senda á netfangið

mos@mos.is og þá gjarnan með nákvæmum upplýsingum um staðsetningu sorptunnu.
Til baka