Menningarvor í Mosfellsbæ 2017

27/03/2017

Boðið er upp á glæsilega dagskrá Menningarvors sem haldin verður tvö þriðjudagskvöld í röð, þann 28. mars og 4. apríl á Bókasafni Mosfellsbæjar og hefst kl. 20:00. Þetta er í áttunda sinn sem Menningarvor er skipulagt í Mosfellsbæ og hefur menningarveislan notið vaxandi vinsælda.

Að þessu sinni njótum við íslenskra listamanna en einnig verða menningarþræðirnir raktir til Kúbu í tali og tónum. Léttar veitingar - Ókeypis aðgangur

Menningarvor 2017

Til baka