Niðurstaða í Okkar Mosó

24/04/2017
Kosningu í lýðræðisverkefninu Okkar Mosó er lokið. Alls bárust 1065 atkvæði sem nemur um 14% kosningaþátttöku. Hægt verður að fylgjast með gangi framkvæmda inni á www.mos.is/okkarmoso. Þar er nokkur fjöldi verkefna sem fór ekki í kosningu en mun samt sem áður fá verðskuldaða umfjöllun í stjórnkerfi bæjarins.

Niðurstaða kosningarinnar er eftirfarandi:

Eftirfarandi verkefni voru kosin til framkvæmda  

Id  Nafn  Atkvæði  Kostnaður 
Stekkjarflöt útivistarparadís    476  3.5 
20  Aðgengi að göngu og hjólastígum    466  2.5 
21  Bekkir fyrir eldri borgara við Klapparhlíð    462 
24  Vatnsbrunnar og loftpumpur    378  2.5 
Ungbarnarólur á róluvelli bæjarins   375  1.5  
 Útileikvöllur fyrir fullorðna    370  4.5 
18  Göngustígur gegnum Teigagilið    344  1.5 
22   Göngugatan: Laga bekki og gróður    311  1.5 
19   Bæta aðgengi á göngustíg við trjágöngin   281  3.5
25 Fuglafræðslustígur með fram Leirvoginum   255 
  Samtals í milljónum króna     24 

 

Til baka