Fuglaskoðunarhús í Mosfellsbæ

27/04/2017
Mosfellsbær hefur komið upp glæsilegu fuglaskoðunarhúsi í Leiruvogi sem stendur öllum fuglaáhugamönnum opið. Leiruvogurinn er einstakur hvað varðar fuglalíf allan ársins hring og því gott að fylgjast þar með fuglum í sínu náttúrulega umhverfi. Húsið er vel staðsett nálægt leirunni, þar sem fjöldi vaðfugla heldur til, og úr því er góð yfirsýn yfir Langatanga, sem margar fuglategundir nýta sér sem hvíldarstað. Inni í húsinu er að finna geinargott upplýsingaskilti um fuglalífið á svæðinu ásamt gestabók sem gestir eru hvattir til að rita nafn sitt í. Aðstaða fyrir fatlaða er góð og gert ráð fyrir að fatlaðir geti athafnað sig sjálfir í húsinu.

Fuglaskoðunarhúsið er staðsett við Langatanga neðan við golfvöllinn í Mosfellsbæ. Aðgengi að húsinu er gott með göngustígum sem liggja meðfram ströndinni eða frá golfskálanum. Lyklar að húsinu fást afhentir í Íþróttamiðstöðinni Lágafelli, Lækjarhlíð 1a, virka daga frá kl. 06:30-21:30 og um helgar frá kl. 8:00-19:00. Auk þess eiga sérlegir fuglaáhugamenn eða félög þess kost að fá lykil til umráða.Nánari upplýsingar má nálgast á heimasíðu Mosfellsbæjar. www.mos.is/fuglaskodun
Til baka

Myndir með frétt