Mosfellsbær keppir í Útsvari – allir velkomnir

27/04/2017

Mosfellsbær keppir í þriðju umferð spurningaþáttarins Útsvars á RÚV föstudaginn 28. apríl kl. 20:15. Mosfellsbær mætir Grindavík að þessu sinni. Kristín I. Pálsdóttir, Valgarð og Bragi Páll standa vaktina sem fyrr. Áhorfendur eru velkomnir í sjónvarpshúsið við Efstaleyti en húsið opnar klukkan 19.00. Bein útsending er frá spurningakeppni sveitarfélaga á Ruv sem og á vefsíðu RUV

Til baka