Matjurtagarðar

04/05/2017

Búið er að opna fyrir umsóknir um matjurtagarða í Mosfellsbæ. Matjurtagarðar bæjarins verða staðsettir austan við Varmárskóla þar sem gömlu skólagarðarnir hafa verið. Aðkoma að görðunum verður að norðanverðu frá tjaldsvæðinu við eldri deild Varmárskóla.

Vegna uppbyggingar á lóðum við Desjamýri eru matjurtagarðarnir þar ekki lengur í boði en þeir sem hafa haft garða þar ganga fyrir við úthlutun garða við Varmárskóla.

  • Aðgengi að vatni og kaffiskúr verður við garðana.
  • Leiguverð fyrir matjurtagarða er óbreytt eða 2.500 kr. fyrir 50 fm garð.
  • Tekið er við umsóknum á netfangið tjonustustod@mos.is.
  • Garðarnir verða tilbúnir til notkunar föstudaginn 18. maí n.k.

Matjurtagarðar í Skammadal

Einnig eiga íbúar í Mosfellsbæ möguleika á að fá leigða matjurtagarða á vegum Reykjavíkurborgar í Skammadal. Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar sér um útleiguna og geta áhugasamir sett sig í samband við Þóru Jónasdóttur umsjónarmann matjurtagarða í Reykjavík í síma 411-1111, eða í netfangið matjurtagardar@reykjavik.is og látið skrá sig á lista með ósk um garð. Taka þarf fram að viðkomandi sé íbúi í Mosfellsbæ.

Umhverfissvið Mosfellsbæjar

Til baka