Opinn fundur um umhverfismál og sjálfbærni

11/05/2017

Fimmtudaginn 11. maí heldur umhverfisnefnd Mosfellsbæjar opinn fund um sjálfbæra þróun og umhverfismál í Mosfellsbæ. Fundurinn verður haldinn í Framhaldsskólanum í Mosfellsbæ kl. 17:00-18:30.

  • Andri Snær Magnason rithöfundur mun halda erindi um umhverfismál og framtíðina.
  • Lúðvík E. Gústafsson frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga mun halda erindi um ný heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun.

Að erindum loknum verða almennar fyrirspurnir og umræður um fundarefnið. Nefndarfólk í umhverfisnefnd, starfsmenn nefndarinnar og fyrirlesarar sitja fyrir svörum.

Allt áhugafólk er hvatt til að mæta.

Boðið verður upp á kaffiveitingar.

Til baka