Hreinsun í Helgafellshverfi

15/05/2017

Dagana 18. og 19. maí mun Mosfellsbær standa fyrir hreinsunarátaki í Helgafellshverfi. Verktakar og íbúar í hverfinu er hvattir til að fjarlægja bíla, tæki og taka allt laust byggingarefni svo að hreinsunarbílar komist að til að sópa göturnar.

Verktökum er ennfremur bent á að óheimilt er að fara með tæki og tól út í götukassa og/eða hindra umferð án sérstakrar framkvæmdaheimildar frá Mosfellsbæ.

Til baka