Þrjár rafhleðslustöðvar settar upp í Mosó

16/05/2017

Bæjarráð Mosfellsbæjar hefur samþykkt að ráðist verði í kaup og uppsetningu á þremur rafhleðslustöðvum í Mosfellsbæ. Stefnt er að uppsetningu hæghleðslustöðva við íþróttamiðstöðvarnar við Lágafell og Varmá og við FMOS.

Hæghleðslustöðvarnar nýtast vel til að bæta á hleðslu rafmagnsbíla starfsmanna, viðskiptavina í íþróttamiðstöð eða skóla, en fullhleðsla tekur nokkrar klukkustundir. Þessar staðsetningar voru valdar með það í huga að þær nýttust sem best íbúum í Mosfellsbæ, starfsmönnum stórra vinnustaða og feðamönnum á leið í gegnum bæinn.

Mosfellsbær hefur hlotið styrk frá Orkusjóði sem mun nægja fyrir um helmingi þess kostnaðar sem fellur til.

Til baka