Aðalskipulagsbreyting – svæði fyrir þjónustustofnanir austan gatnamóta Vesturlandsvegar og Skarhólabrautar

18/05/2017

Opið hús um tillögu að breytingu á aðalskipulagi fyrir svæði fyrir þjónustustofnanir austan gatnamóta Vesturlandsvegar og Skarhólabrautar verður í fundarsalnum Helgafelli á 2. hæð í Kjarna, Þverholti 2, mánudaginn 29. maí nk, kl. 17:00 - 18:00.

Kynnt verður tillaga að breytingu á aðalskipulagi. Breytingin felst í því að landnotkun á um 0.64 ha. reit (409-S) þar sem nú er svæði fyrir þjónustustofnanir (S) breytist í verslun og þjónustu (VÞ). Þegar umrætt svæði fyrir þjónustustofnanir var skilgreint í aðalskipulagi, var horft til þess að þar myndi rísa slökkvi- og lögreglustöð. Gildandi deiliskipulag svæðsins gerir ráð fyrir þeirri starfsemi. Nú hefur verið fallið frá byggingu lögreglustöðvar og ekki er talið þörf fyrir allt svæðið undir þjónustustöfnanir í náinni framtíð. Hins vegar er þörf fyrir verslunar- og þjónustusvæði (VÞ) og þá er einkum horft til snyrtilegrar starfsemi sem hæfir staðsetningu í grennd við íbúðarsvæði.

Um er að ræða forkynningu skv. 30. gr. skipulagslaga, þar sem segir m.a. að áður en tillögur að aðalskipulagsbreytingu eru teknar til afgreiðslu í sveitarstjórn, skuli þær... kynntar íbúum sveitarfélagsins og öðrum hagsmunaaðilum á almennum fundi eða á annan fullnægjandi hátt.

Íbúar og aðrir hagsmunaaðilar eru hvattir til að mæta.

Skipulagsfulltrúi Mosfellsbæjar

 

Til baka