Vilt þú verða bæjarlistamaður Mosfellsbæjar?

19/05/2017

Menningarmálanefnd samþykkti breytingar á reglum um bæjarlistamann Mosfellsbæjar nýlega. Nú geta listamenn sem búsettir hafa verið í sveitarfélaginu síðustu tvö ár sótt um sæmdarheitið bæjalistamaður Mosfellsbæjar.

Menningarmálanefnd vonast með því til að tilnefningum fjölgi og að listamenn sjálfir hafi meiri tök á því að hafa áhrif á það hver er útnefndur hverju sinni.

Bæjarlistamaður Mosfellsbæjar er útnefndur árlega síðustu helgina í ágúst. Ásamt því að bera sæmdarheitið hlýtur viðkomandi listamaður eða listahópur peningafjárhæð. Áfram verður tekið við tillögum frá bæjarbúum um útnefningu bæjarlistamanns.

Til baka