Mosfellsbær tekur þátt í Hreyfiviku UMFÍ

29/05/2017

Á vef Hreyfivikunnar er að finna metnaðarfulla dagskrá í fjölda sveitarfélaga um allt land. Í Mosfellsbæ er mjög fjölbreytt dagskrá fyrir flesta aldurshópa í alls kyns hreyfingu.

Hreyfivikan er haldin um gjörvalla Evrópu. Hreyfivikan „MOVE WEEK“ er hluti af NowWeMOVE herferðinni. Markmið UMFÍ með Hreyfivikunni er að kynna kosti þess að taka virkan þátt í íþróttum og hreyfingu til heilsubótar. Mikill fjöldi samtaka um allan heim, fyrirtæki og einstaklingar leggja sitt að mörkum við að skipuleggja viðburði og kynna starf sitt.

Til baka