Leirvogstunguvegur þveraður vegna hitaveitu

01/08/2017
Verið er að tengja hitaveitu yfir Leirvogstunguveg ásamt vinnu við aðrar veitulagnir. Verktaki sem kemur að framkvæmd stefnir á að þvera Leirvogstunguveg seinni hluta vikunnar. Framkvæmdin verður í tveimur færum þannig að gatan verðu alltaf opin í aðra áttina.

Beðist er velvirðingar á umferðartöfum sem orðið geta í Leirvogstunguhverfi frá Vesturlandsveg en íbúar eru hvattir til að nota Tunguveg á meðan framkvæmdum stendur.

Sjá meðfylgjandi teikningu
Til baka