Okkar Mosó: Stekkjarflöt útivistarparadís

14/09/2017
Okkar Mosó er samráðsverkefni íbúa og bæjarins um forgangsröðun og úthlutun fjármagns til smærri nýframkvæmda- og viðhaldsverkefna í Mosfellsbæ. Hugmyndasöfnun fór fram rafrænt í þar til gerðu kerfi sem var aðgengilegt á heimasíðu Mosfellsbæjar frá 1. til 14. febrúar 2017. Niðurstaðan var sú að kosin voru 10 verkefni til framkvæmda. Verkefnið Stekkjarflöt útivistarparadís fékk flest atkvæði íbúa. Verkefnið gerði ráð fyrir strandblakvelli og vatnsbrunni á Stekkjarflöt.
Búið er að koma upp skemmtilegum strandblakvelli, sem hefur notið talsverðra vinsælda. Búið er að panta vatnsbrunn og fyrirhugað er að setja hann upp seinni hluta september eða byrjun október 2017.

Til baka