Útboðsauglýsing - Færsla Skeiðholts, gatnagerð, lagnir og hljóðveggur

15/09/2017
Umhverfissvið Mosfellsbæjar óskar eftir tilboðum í verkið: 

FÆRSLA SKEIÐHOLTS, GATNAGERÐ, LAGNIR OG HLJÓÐVEGGUR

Um er að ræða færslu á núverandi götu Skeiðholts í Mosfellsbæ. Helstu verkþættir eru rif og fræsing núverandi götu, gatnagerð fyrir nýrri götu, gerð bílastæðagötu, stígagerð, lagning regnvatnslagna, aðlögun annarra veitna og gerð hljóðveggja meðfram Skeiðholti.

Helstu magntölur eru: 

Gatnagerð og stígar:
Gröftur  2800 m³
Fylling  3000 m³ 
Lagnaskurðir  330 m 
Regnvatnslagnir  150 m 
Ídráttarrör  100 m 
Strengir  1000 m 
Fræsing  1900 m² 
Malbik  4700 m² 
Kantsteinn  650 m 
Hellulögn  600 m 
  
 
Hljóðveggir:
Gröftur   700 m³ 
Fylling  700 m³ 
Steyptir sökklar  320 m 
Hljóðveggir  320 m 

Fyrsta áfanga skal að fullu lokið 1.ágúst 2018


Útboðsgögn verða afhent í afgreiðslu bæjarskrifstofu Mosfellsbæjar, Þverholti 2, 2. hæð frá og með þriðjudeginum 19. september 2017 klukkan 12:00.

Tilboðum skal skilað á sama stað, bæjarskrifstofur Mosfellsbæjar, eigi síðar en föstudaginn 20. október 2017 kl.11:00 og þau opnuð að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska.

Til baka