Nýtt hjólakort af Mosfellsbæ

20/09/2017
Mosfellsbær hefur nú látið prenta að nýju hjóla- og göngustígabækling með uppfærðum hjólaleiðum í bænum. Bæklingurinn hefur verið prentaður næstum árlega, en vinsældir hans eru slíkar að hann klárast fljótt.

Hjólreiðabæklinginn er einnig að finna á heimasíðu Mosfellsbæjar en þar er að finna fjölda skemmtilegra hjólaleiða í bænum.

Fjarlægðir innan þéttbýlis Mosfellsbæjar eru að jafnaði ekki langar. Því ættu hjólreiðar og ganga að vera ákjósanlegur ferðamáti innanbæjar.


samgönmguvikaTil baka