Málþing um hjólreiðar í Bæjarbíói í Hafnarfirði - Ókeypis í strætó á bíllausa daginn

22/09/2017
Föstudaginn 22. september verður haldið málþing um vistvænar samgönur „Hjólum til framtíðar“ í Hafnarfirði. 

Málþingið er haldið í Bæjarbíói í Hafnarfirði og stendur frá kl. 10:00-16:00, og er samstarf sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, Landsamtaka hjólreiðamanna og Hjólafærni á Íslandi. Yfirskriftin í ár er Ánægja og öryggi.
Fjölbreytt úrval innlendra og erlendra fyrirlesara. 

Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu LHM, www.lhm.is

Ókeypis í strætó á bíllausa daginnÓkeypis í strætó á bíllausa daginn

Bíllausi dagurinn er haldinn 22. september ár hvert í tilefni af Evrópsku samgönguvikunni. Strætó bs. mun bjóða frítt í strætó á höfuðborgarsvæðinu í tilefni dagsins og með því hvetja til aukinnar notkunar á vistvænum samgöngum. Íbúar í Mosfellsbæ eru hvattir til þess að skilja bílinn sinn eftir heima þennan dag og nýta sér aðra vistvænni samgöngumáta.

Málþing um hjólreiðar í Bæjarbíói í Hafnarfirði

Til baka