Færsla Skeiðholts, gatnagerð, lagnir og hljóðveggur

28/09/2017
Til stendur að hliðra götustæðinu á milli hringtorga við Þverholt og Skólabraut auk þess að biðstöð strætisvagna og bifreiðastæði verða staðsett á milli Brattholts / Byggðarholts. Lagt er upp með að þessum áfanga framkvæmda við hliðrun Skeiðholts verði lokið í ágúst 2018. Þegar framkvæmdir standa sem hæst má gera ráð fyrir truflunum á umferð frá Lágholti, Markholti og Njarðarholti til vesturs að Skeiðholti en hjáleiðir verða opnaðar til austurs í átt að Skólabraut og Háholti.

Vegfarendur eru beðnir um að virða merkingar og hraðatakmarkanir og sýna aðgát við vinnusvæðin. Meðfylgjandi eru yfirlitsmyndir af fyrirhugaðri legu Skeiðholts ásamt yfirlitsmynd af merkingum, lokunum og hjáleiðum á framkvæmdatíma.

Færsla Skeiðholts er í samræmi við gildandi deiliskipulag og útboð framkvæmda var tekið fyrir og samþykkt á 699. fundi Bæjarstjórnar Mosfellsbæjar.
Til baka

Myndir með frétt