Krikaskóli fékk sinfóníuhljómsveit í heimsókn

16/11/2017

Miðvikudaginn 18. október fékk Krikaskóli skemmtilega heimsókn frá Sinfóníuhljómsveit Íslands. Skólinn var dreginn út og fékk þessa atvinnutónlistarmenn í heimsókn.

Sinfóníuhljómsveit Íslands heimsótti sex grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu þessa vikuna og lék létt og skemmtileg verk. Öflugt og fjölþætt fræðslustarf er mikilvægur þáttur í starfsemi Sinfóníuhljómsveitar Íslands og hefur verið allt frá stofnun hennar.

Skólatónleikar, skólaheimsóknir og leiðsögn nemendahópa er fastur liður í starfsemi hljómsveitarinnar sem leggur ríka áherslu á að vera í góðum tengslum við samfélagið.

Til baka