HÁLKUVARNIR - Sandur í Þjónustumiðstöð

07/12/2017
Hálka er nú mjög víða og eru bæjarbúar hvattir til að fara varlega. Hjá Þjónustustöð bæjarins við Völuteig 15 geta íbúar fengið sand til að bera á plön og stéttir við heimahús. Aðgengi er opið að sandinum og er bæjarbúum velkomið að taka það sem til þarf (muna að taka með sér poka eða ílát). Hægt er að senda ábendingar um það sem betur má fara á mos[hjá]mos.is eða hringja í þjónustuver 525 6700.

Ábendingakerfi
Ábendingakerfi
Mosfellsbær heldur úti ábendingakerfi fyrir bæjarbúa sem hafa orðið varir við eitthvað í nærumhverfi sínu sem þarfnast lagfæringar eða skoðunar hjá starfsmönnum Mosfellsbæjar. Þar má senda ábendingu með staðsetningu og hnitum af þeirri ábendingu sem þarfnast lagfæringar eða athugunar. Færðu kortið til með því að halda vinstri músatakka inni og hjólið á músinni til að stækka eða minnka kortið.

Reynt er að bregðast við öllum ábendingum eins fljótt og hægt er. Ef ábending lýtur að öðru en því sem er í verkahring sveitarfélagsins reynum við að koma henni áfram til réttra aðila.

Staðsetning þjónustustöðvar í Völuteig 15 Þjónustustöð


Til baka