Hliðrun Skeiðholts

13/12/2017

Nú stendur yfir undirbúningur þess að hliðra götustæðinu á milli hringtorga við Þverholt og Skólabraut, auk þess sem biðstöð strætisvagna og bifreiðastæði verða staðsett á milli Brattholts og Byggðarholts. 

Í fyrsta áfanga verður unnið að færslu Skeiðholts sem felur í sér gatnagerð, endurnýjun lagna, vinnu við gangstéttir og gerð hljóð-veggja í norður- og suðurenda Skeiðholts. Miðað er við að fyrsta áfanga framkvæmda við hliðrun Skeiðholts verði lokið í ágúst 2018. Gera má ráð fyrir því að truflun verði á umferð frá Lágholti, Markholti og Njarðarholti til vesturs að Skeiðholti þegar framkvæmdir standa sem hæst. Hjáleiðir verða hins vegar opnaðar til austurs í átt að Skólabraut og Háholti.

Miðað er við að undirbúningur framkvæmda geti hafist á næstu vikum og eru vegfarendur beðnir um að virða merkingar og hraðatakmarkanir.

Mosfellingur 15. tbl. 16. árg. 30. 11.2017

Sjá eldri frétt: Færsla Skeiðholts, gatnagerð, lagnir og hljóðveggur, birt 28/09/2017

Til baka