Kjör íþróttakonu og íþróttakarls Mosfellsbæjar 2017

13/12/2017

Útnefning íþróttakonu og íþróttakarls Mosfellsbæjar 2017 fer fram í Íþróttamiðstöðinni að Varmá fimmtudaginn 18. janúar 2018 kl. 19:00.

Þeir sem eru gjaldgengir sem íþróttakarl og íþróttakona Mosfellsbæjar skulu koma úr röðum starfandi félaga í bænum eða vera íbúi í Mosfellsbæ sem stundar íþrótt sína utan Mosfellsbæjar, enda sé íþróttin ekki í boði innan bæjarins.

Allar útnefningar og ábendingar sendist á dana@mos.is. Einnig er óskað eftir útnefningu og ábendingum um íþróttafólk sem hefur orðið Íslandsmeistarar, deildarmeistarar, bikarmeistarar, landsmótsmeistarar og hefur tekið þátt í og/eða æft með landsliði.

Vinsamlegast sendið útnefningar fyrir 23. desember 2017.

Allar nánari upplýsingar veitir Sigurður Guðmundsson íþróttafulltrúi Mosfellsbæjar í síma 660-0750.

Til baka